Skip to content

Hver er Felix?

  • by

Felix er félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ  og heldur utan um alla íþróttamenn í landinu, þar með talið kraftlyftingamenn.

Felix er tæki fyrir stjórnir félaga til að halda skrá og yfirlit yfir sína meðlimi. Það gefur stjórn KRAFT tækifæri til að fylgjast með vöxt og þróun hjá félögum og í samskiptum KRAFT við ÍSÍ, t.d. við umsóknir um styrki og úthlutun fjármagns eru það tölurnar í Felix sem eru lagðar til grundvallar. Það er þess vegna afar mikilvægt að þær séu réttar á hverjum tíma.

Frá því að KRAFT var stofnað í apríl sl hefur míkið starf verið unnið í löglegri skráningu félagsmanna. Nú vantar lokahnykkinn til að allir verða komnir inn fyrir áramót. Í framtíðinni verða eingöngu þeir hlutgengir á mótum sem eru opinberir félagsmenn og skráðir í bókum ÍSÍ.
Ef þú ert í vafa um hvort þú sért rétt skráður getur þú haft samband við ritara þins félags og gengið úr skugga um það.

Leave a Reply