6. þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 12.mars 2016. Þingið fer fram í húsi ÍSÍ við Engjavegi 6 og hefst kl. 12.00.
Rétt til þingsetu hafa fulltrúar aðildarfélaga miðað við fjölda iðkenda og fulltrúar sambandsaðila.
Rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt hafa auk þess stjórn KRAFT, endurskoðendur reikninga KRAFT, framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSI, nefndarmenn fastanefnda KRAFT og fulltrúi menntamálaráðuneytisins.
Fundarboð hefur verið sent til þeirra.