Keppni í klassískum kraftlyftingum fór fram á RIG í dag. Sigurvegarinn í kvennaflokki var Kimberly Walford frá Bandaríkjunum, en í karlaflokki Stephen Manuel frá Bretlandi.
Árangur í keppninni var eftirtektarverður og sett voru bæði landsmet, álfumet og heimsmet.
Heildarúrslit verða birt á morgun.
Ekki skal frestað samt að segja frá því að Júlían J. K. Jóhannsson sem var skráður í keppnina sem varamaður kvittaði fyrir traustið með því að setja heimsmet unglinga í réttstöðulyftu með 342,5 kg í +120 kg flokki.
Keppnin í heild sinni var sjónvarpað á RÚV og fengu landsmenn því vænan skammt af kraftlyftingum í dag.
Kraftlyftingasambandið þakkar öllum sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og vinnu við mótið.
Sportmyndir,is