Norðurlandamót unglinga fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar. Mótið fór vel fram og var umgjörð öll hin glæsilegasti.
116 keppendur frá Finlandi, Svíþjóð, Danmörk, Noregi og Íslandi tóku þátt, en íslensku keppendurnir voru 17 talsins.
Keppt var í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar.
Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norðurlanda- og landsmet.
Heildarúrslit mótsins
Í tengslum við mótið var haldinn aðalfundur Kraftlyftingasambands Norðurlanda NPF og einn dómari var útskrifaður með alþjóðadómararéttindi.