Kraftlyftingakeppnin á WOW Reykjavík International Games 2017 (RIG) fer fram í Laugardalshöll kl. 14.00 sunnudaginn 29. janúar nk. RÚV mun taka upp mótið í heild sinni og senda út í styttri útgáfu í sjónvarpi þann 1. febrúar. Mótið verður svo endursýnt þann 4. febrúar.
Keppendalistinn liggur nú fyrir og eru þátttakendur frá Finnlandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Á keppendalistanum má m.a. finna tvo heimsmeistara, þrjá heimsmethafa, Evrópumeistara og að sjálfsögðu alla okkar sterkustu keppendur auk nokkurra ungra og efnilegra.
Nánari kynning á keppendum verður svo birt þegar nær dregur.
KEPPENDALISTI:
KARLAR | Wilks | KONUR | Wilks |
Sami Nieminen (-74) | 491,6 | Jennifer Thompson (-63) | 530,52 |
Júlían J. K. Jóhannsson (+120) | 460,9 | Kimberly Walford (-72) | 525,01 |
Viktor Samúelsson (-120) | 455,6 | Joy Nnamani (-57) | 506,84 |
Einar Örn Guðnason (-105) | 438,1 | Helga Guðmundsdóttir (-72) | 408,2 |
Ingvi Örn Friðriksson (-105) | 417,5 | Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir (-57) | 400,8 |
Þorbergur Guðmundsson (+120) | 408,5 | Birgit Rós Becker (-72) | 398,9 |
Aron Friðrik Georgsson (-120) | 393,1 | Arnhildur Anna Árnadóttir (-72) | 394,1 |
Alex Cambray (-105) | 386,5 | Rósa Birgisdóttir (+84) | 350,6 |
Ádám Ferenc Gulyás (-120) | – | Alexandra Guðlaugsdóttir (-84) | 347,3 |
– | – | Sóley Jónsdóttir (+84) | – |