
Hreinn kraftur
Skráningu lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Skráningu er lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursskipt) sem haldið verður laugardaginn 26. apríl í Kópavogi (Breiðablik). Nánari tímasetning verður birt síðar. Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk hjá þeim sem eru skráðir til þátttöku er til miðnættis laugardaginn 12. apríl. Keppnisgjald er 8000 kr. og greiðist inn á reikning 552-26-007004,… Read More »Skráningu lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Íslandsmót unglinga – Úrslit
Úrslit frá Íslandsmóti unglinga í klassískum kraftlyftingum eru komin inn á vefsíðu KRAFT en fjölmörg Íslandsmet féllu á mótinu. Nokkur Íslandsmet voru sett í opnum flokki en þar var á ferðinni Ragnar Ingi Ragnarsson sem tvíbætti metin í öllum greinum og í samanlögðum árangri, en sjálfur er hann enn keppandi í sub-junior flokki. Þar að… Read More »Íslandsmót unglinga – Úrslit
ÍM unglinga – hlekkur á streymi
Hér er hlekkur á streymi frá mótinu: https://www.youtube.com/live/hVILgZ2zxUU
ÍM unglinga – uppfærð tímaáætlun
Tímaáætlun er tilbúin fyrir Íslandsmót unglinga í klassískum kraftlyftingum sem fram fer laugardaginn 5. apríl í Íþróttahúsinu Miðgarði að Vetrarbraut 18, Garðabæ. Tímaáætlun: Vigtun kl. 8:45 – Keppni hefst 10:45Holl 1: Subjunior karlar – allir þyngdarflokkar (11 keppendur).Holl 2: Junior karlar -105 kg (9 keppendur). Dómarar: Aron Ingi, Stefán Gunnlaugur og Þórunn Brynja. TC: Kristleifur. Verðlaunaafhending fyrir fyrri… Read More »ÍM unglinga – uppfærð tímaáætlun
Ársþing KRAFT 2025 – samantekt
Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands 2025 var haldið sunnudaginn 30. mars. Góð mæting var á þingið. Samkvæmt venju var kraftlyftingafólk ársins 2024 heiðrað sem eru Sóley Margrét Jónsdóttir (BRE) og Alexander Örn Kárason (BRE). Stigahæstu liðin voru einnig heiðruð sem eru Kraftlyftingadeild Breiðabliks í karlaflokki og Kraftfélagið í kvennaflokki. Í nóvember á síðasta ári var HM í… Read More »Ársþing KRAFT 2025 – samantekt
Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður laugardaginn 26. apríl í Kópavogi (Breiðablik). Nánari tímasetning verður birt þegar skráningu er lokið og keppendafjöldi liggur fyrir. Félög skulu senda inn upplýsingar um keppendur, nafn, kennitölu, félag, aldurs- og þyngdarflokk. Einnig er nauðsynlegt að skrá alla aðstoðarmenn, nöfn þeirra og netföng ásamt… Read More »Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
ÍM unglinga – Tímaplan.
Tímaáætlun er tilbúin fyrir Íslandsmót unglinga í klassískum kraftlyftingum sem fram fer laugardaginn 5. apríl í Íþróttahúsinu Miðgarði að Vetrarbraut 18, Garðabæ. Tímaáætlun: Vigtun kl. 9:05 – Keppni hefst 11:05Holl 1: Subjunior karlar – allir þyngdarflokkar (11 keppendur).Holl 2: Junior karlar -105 kg (9 keppendur). Verðlaunaafhending fyrir fyrri hluta mótsins, þ.m.t. fyrir stigahæsta karl í subjunior. Vigtun kl.… Read More »ÍM unglinga – Tímaplan.
Persónulegar bætingar á lokadegi EM í klassískum kraftlyftingum.
Í +84 kg flokki kepptu tvær konur, þær Þorbjörg Matthíasdóttir og Hanna Jóna Sigurjónsdóttir sem báðar bættu sinn persónulega árangur. Þorbjörg lyfti mest 205 kg í hnébeygju sem var persónuleg bæting uppá 7.5 kg. Í bekkpressu lyfti hún 105 kg og bætti sig um 2.5 kg og í réttstöðulyftu fóru 200 kg upp hjá henni.… Read More »Persónulegar bætingar á lokadegi EM í klassískum kraftlyftingum.
Kristín vann bronsverðlaun í hnébeygju á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Kristín Þórhallsdóttir sem keppti í -84 kg flokki byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hún lyfti mest 202.5 kg og hlaut bronsverðlaun í greininni. Í bekkpressu lyfti hún mest 110 kg og í réttstöðulyftu náði hún þremur gildum lyftum og endaði með 215 kg. Samanlagt lyfti hún 527.5 kg sem skilaði henni 4. sætinu í… Read More »Kristín vann bronsverðlaun í hnébeygju á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Lucie með bronsverðlaun á EM í klassískum kraftlyftingum.
Lucie Stefaniková sem keppti í -76 kg flokki stóð sig frábærlega og vann til bronsverðlauna á mótinu. Lucie byrjaði mótið vel þegar hún setti nýtt Evrópumet í hnébeygju með 211 kg lyftu. Lucie og Mara Hames frá Þýskalandi börðust um metið en Mara bætti metið fyrst þegar hún lyfti 210.5 í annarri tilraun og í… Read More »Lucie með bronsverðlaun á EM í klassískum kraftlyftingum.


























