
Hreinn kraftur
Guðfinnur með Íslandsmet í hnébeygju á HM.
Guðfinnur Snær Magnússon var síðastur íslensku keppendanna til að stíga á pall á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Guðfinnur sem keppti í +120 kg flokki náði góðum bætingum á mótinu og setti eitt Íslandsmet. Í hnébeygju byrjaði Guðfinnur á 400 kg en fékk lyftuna dæmda ógilda vegna ófullnægjandi dýptar. Í annarri tilraun fór hann í sömu þyngd… Read More »Guðfinnur með Íslandsmet í hnébeygju á HM.
Sóley Margrét er heimsmeistari.
Sóley Margrét Jónsdóttir varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem fram fara í Kína á næsta ári. Sóley sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og… Read More »Sóley Margrét er heimsmeistari.
Einar í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.
Einar Örn Guðnason sem keppti í -120 kg flokki byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hann lyfti 362.5 kg og bætti sinn besta árangur í greininni um 2.5 kg. Í bekkpressu lyfti hann mest 252.5 kg og í réttstöðulyftu kláraði hann 280 kg sem er rétt við hans besta. Samanlagt lyfti hann 895 kg og… Read More »Einar í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.
Aníta og Sigríður með gull í kraftlyftingum á Special Olympics.
Íslensku keppendurnir hafa allir lokið keppni í kraftlyftingum á Special Olympics með góðum árangri. Hópurinn stóð sig mjög vel og margir sem bættu sinn persónulega árangur. Úrslit urðu eftirfarandi: Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem keppir í -63 kg flokki vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki. Aníta lyfti 80 kg í hnébeygju, 47.5 kg í bekkpressu og… Read More »Aníta og Sigríður með gull í kraftlyftingum á Special Olympics.
Hjálmar lyfti tæpum 700 kg á HM í kraftlyftingum.
Hjálmar Andrésson hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og fór í gegnum mótið af miklu öryggi. Hann byrjaði mótið með því að bæta sinn persónulega árangur í hnébeygju um fimm kg þegar hann lyfti 270 kg. Í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með 180 kg lyftu en var síðan töluvert frá sínu besta… Read More »Hjálmar lyfti tæpum 700 kg á HM í kraftlyftingum.
Alex Cambray í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.
Alex Cambray Orrason keppti fyrstur Íslendinganna á HM í kraftlyftingum með búnaði sem stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Alex sem keppir í -93 kg flokki lyfti 345 kg í hnébeygju sem skilaði honum sjötta sæti í greininni og í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með lyftu upp á 212.5 kg. Í réttstöðu lyfti hann… Read More »Alex Cambray í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.
Special Olympics heimsmeistaramótið í kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir.
Í tengslum við HM í kraftlyftingum verður haldið heimsmeistaramót á vegum Alþjóða kraftlyftingasambandsins og Special Olympics International og er ánægjulegt að segja frá því að þar á Ísland nokkra fulltrúa. Fyrir hönd Íslands mæta sjö keppendur á Special Olympics, fjórar konur og þrír karlar. Þau keppa öll föstudaginn 15. nóvember og hefst keppni kl. 14:00.… Read More »Special Olympics heimsmeistaramótið í kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir.
HM í kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir.
Nú styttist í heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði, en í ár verður mótið haldið á heimavelli. Keppni mun standa yfir dagana 11.–16. nóvember og fer mótið fram í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík að Norðurstíg 4, Reykjanesbæ. Þátttaka á mótinu er góð enda munu margir freista þess að vinna sér inn keppnisrétt á World Games 2025. Fyrir… Read More »HM í kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir.
Uppsetning fyrir HM 7. nóvember kl. 16 – sjálfboðaliðar óskast!
Nú styttist óðum í HM í búnaði sem verður í “Ljónagryfjunni” í Reykjanesbæ, þ.e. íþróttahúsinu Norðurstíg þar sem Massi hefur aðstöðu sína. Uppsetning fyrir mótið hefst kl. 16 á fimmtudeginum 7. nóvember. Okkur vantar eins marga sjálfboðaliða og hægt er til að græja salinn fyrir keppni. Þetta eru verkefni eins og að leggja niður teppi… Read More »Uppsetning fyrir HM 7. nóvember kl. 16 – sjálfboðaliðar óskast!
Formannafundur KRAFT.
Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands boðar til formannafundar aðildarfélaga KRAFT. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 27. nóvember kl 17.00 í húsi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að Engjavegi 4 (fundarsalur B). Dagskrá fundarins verður send ásamt seinna fundarboði. Um rétt til fundarsetu segir í 26. gr. laga KRAFT:Formannafundur er ráðgefandi samkoma og hann sækja formenn aðildarfélaga KRAFT. Í forföllum formanna taka… Read More »Formannafundur KRAFT.

















