Skip to content

Viðbrögð við óhapp á Bikarmóti

  • by

Eins og margir vita átti alvarlegt óhapp sér stað á Bikarmóti KRAFT 24.nóvember sl þar sem keppandi af slýsni drakk fljótandi ammóníak sem annar keppandi varðveitti í neytendaumbúðum.
Stjórn KRAFT fjallaði um þetta atvik á fundi sínum 16.desember og var eftirfarandi bókað: “Á Bikarmóti KRAFT þann 24. nóvember sl. átti það atvik sér stað að keppandi Gróttu tók í misgripum drykkjarflösku sem hann hélt sína og drakk af. Innihald drykkjarflöskunnar var ammóníak. Drykkjarflaskan sem innihélt ammóníakið bar ekki neinar merkingar í þá veru að innihaldið væri ammóníak og því hættulegt efni til neyslu heldur var hér um að ræða Gatorade flösku. Umbúnaður og varsla eiganda og umsjónarmanns umræddrar ammóníaksflösku var því vítaverður og til þess fallinn að valda slysi eins og umrætt atvik sannar. Til að koma í veg fyrir að slíkt atvik sem hér um ræðir endurtaki sig hefur stjórn Kraftlyftingasambands Íslands samþykkt í dag eftirfarandi viðbót við 7. gr. Reglna um mótahald: “Notkun ammóníaks í fljótandi formi er bönnuð á mótum á vegum aðildarfélaga Kraftlyftingasambands Íslands. Ammóníak sem er ekki í fljótandi formi er leyfilegt en verður að vera í greinilega merktum umbúðum. Viðurlög við broti á ákvæði þessu eru ákveðin af aganefnd KRAFT. Þau geta verið allt að eins árs keppnisbann frá þeim tíma sem viðkomandi keppni fór fram.”

Auk framangreinds var samþykkt að rita bréf til Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA) þar sem ofangreind samþykkt er tíunduð auk þess sem KFA er áminnt um ábyrgð sína á keppendum félagsins og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við mótahald og keppni. Einnig var samþykkt að rita Kraftlyftingadeild Gróttu bréf og gera grein fyrir aðgerðum í kjölfar atviksins á Bikarmótinu