Skip to content

Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

  • by

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2015, samtals rúmlega 122 milljónir króna og féll verulegur skerfur í hlut Kraftlyftingasambands Íslands, eða 5.420.000 krónur vegna verkefna landsliðsins og 8 einstaklinga.
Auðunn Jónsson hlaut A-styrk aftur í ár, Júlían J. K. Jóhansson hlaut C-styrk og hlaut sambandið eingreiðslustyrk vegna verkefna 6 annarra landsliðsmanna. .
YFIRLIT YFIR STYRKVEITINGAR

Kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt var um styrk til úr sjóðnum alls var upp á 1.034 m. krónu, svo þessi úthlutun dugar skammt, dekkar 11.8% af þeim kostnaði sem sérsamböndin telja sig þurfa að leggja í vegna verkefna sinna afreksmanna.

Fyrir KRAFT kemur styrkurinn sér mjög vel og er viðurkenning á markvissu og öflugu starfi sambandsins að afreksmálum undanfarin ár og hvatning til áframhaldandi dáða.Sambandinu og einstaklingunum sem í hlut eiga er með þess sýnt traust.

Framundan er spennandi keppnistímabil, en fyrsta landsliðsverkefnið er Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Finnlandi í lok febrúar