Á fimmta degi Evrópumóts öldunga í klassískum kraftlyftingum keppti einn Íslendingur.
Jóhann Tómas Sigurðsson þreytti frumraun sína á alþjóðamóti í klassískum kraftlyftingum. Hann keppti í M2 (50-59 ára), – 93 kg. Jóhann tók nýtt Íslandsmet í þriðju hnébeygju með 192,5 kg. Hann tók 125 kg í annarri bekkpressunni, reyndi við 130 kg í þriðju sem vildi ekki upp í þetta skiptið. Í réttstöðulyftu náði hann nýju Íslandsmeti í samanlögðu, 530 kg, þegar hann tók 212,5 kg í annari lyftu. Hann gerði síðan góða tilraun með 220 kg í lokalyftu sem reyndist aðeins of þung.
KRAFT óskar Jóhanni Tómasi innilega til hamingju með flottan árangur á sínu fyrsta alþjóðamóti!


