Á öðrum degi Evrópumóts öldunga í klassískum kraftlyftingum kepptu þrír Íslendingar.
Elsa Pálsdóttir var fyrst á pallinn, Hún keppir í M3 (60-69 ára), -76 kg. Elsa er enginn nýliði þegar kemur að því að slá Evrópumet og heimsmet og hún sló ekki slöku við. Í hnébeygju tvíbætti hún heimsmetið í annarri með 146 kg og í þriðju lyftu með 150 kg. Í bekkpressu lyfti hún 67,5 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hún best 165 kg. Samanlagður árangur varð 382, 5 kg sem er nýtt heimsmet. Uppskeran varð gull í hnébeygju og réttstöðu og silfur í bekkpressu. Með frábærum degi á pallinum varði Elsa Evrópumeistaratitill sinn og það ekki í fyrsta skipti.
Hörður Birkisson keppti í M3 (60-69 ára), -74 kg. Hörður lyfti í hnébeygju 172,5 kg og í bekkpressu 95 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hann 190 kg. Samanlagður árangur 457,5 kg. Hörður hlaut brons í hnébeygju og silfur í réttstöðulyftu. Flottur árangur hjá Herði sem skilaði honum þriðja sæti í flokknum.
Helgi Briem keppti í M3 (60-69 ára), -93 kg. Í hnébeygju lyfti Helgi 160 kg og í bekkpressu 125 kg. Helgi sló nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu með 230 kg. Samanlagður árangur 515 kg og hafnaði hann í fimmta sæti í flokknum.
KRAFT óskar þremenningunum innilega til hamingju með flottan árangur!
Hér má sjá Elsu efsta á palli hlaðna góðmálmum (mynd tekin af fésbókarsíðu Elsu), Helga í hnébeygju og Hörð í réttstöðulyftu.


