Skip to content

Úrskurðir stjórnar KRAFT vegna gamlársmóts Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA).

Stjórn KRAFT úrskurðaði 25. febrúar sl. Grétar Skúla Gunnarsson, félagsmann í
KFA, óhlutgengan í 12 mánuði frá dagsetningu úrskurðarins. Er úrskurður um
óhlutgengi nú vegna aðkomu hans að gamlársmóti KFA í lok árs 2024 en niðurstaða
stjórnar KRAFT var að Grétar Skúli hafi tekið þátt í mótinu sem dómari/starfsmaður
þrátt fyrir að hann væri óhlutgengur á þeim tíma. Skal hann því sæta útilokun frá
þátttöku í æfingum, keppni og sýningum innan KRAFT og er sviptur rétti til að gegna
trúnaðarstörfum innan kraftlyftingasambandsins. Í samræmi við grein 40.1 í lögum
ÍSÍ er úrskurðinum skotið til dómstóls ÍSÍ sem hefur málið nú til umfjöllunar.
Gamlársmót KFA var jafnframt úrskurðað ógilt og KFA úrskurðað til greiðslu sektar
að fjárhæð 100.000 kr. til KRAFT. Á meðan sektin er ógreidd sætir KFA
keppnisbanni. Þess má geta að KFA hefur kært úrskurðinn til dómstóls ÍSÍ sem hefur
málið nú til umfjöllunar.

Úrskurðina má finna á heimasíðu KRAFT => SJÁ HÉR