Skip to content

Um sóttvarnir

  • by

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr.1266/2021 sem átti að falla úr gildi í dag hefur verið framlengd um tvær vikur.  Reglur sérsambanda gilda því óbreyttar áfram næstu tvær vikurnar.

Vert er að minna á hlutverk sóttvarnafulltrúa hjá félögum. Hvert félag skal skipa sérstakan sóttvarnafulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir reglum hverju sinni. Það er einnig á ábyrgð sóttvarnafulltrúa að tryggja að allir aðilar viðkomandi félags séu meðvitaðir um reglurnar og að þeim sé fylgt eftir.
Sérsambönd skulu birta lista yfir sóttvarnafulltrúa aðildarfélaga hjá sér og biðjum við þau félög sem ekki þegar hafa gert það að senda þessar upplýsingar inn á kraft@kraft.is.