Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir hafa lokið keppni á EM unglinga í St. Pétursborg.
Camilla vigtaði 62,65 kg í -63 kg flokki. Hún opnaði á 135 kg í hnébeygju, en það er jöfnun á hennar besta árangur. Hún kláraði það örugglega, en mistókst svo tvisvar með 142,5 kg. Á bekknum gerðist nákvæmlega það sama. Hún jafnaði sinn besta árangur örugglega með 80 kg í fyrstu tilraun, en mistókst tvisvar að bæta sig með 82,5.
Í réttstöðu opnaði Camilla á 147,5. Í annari jafnaði hún sinn besta árangur með 155 kg, en það er um leið íslandsmet unglinga. Í þriðju tilraun lagði hún allt undir í tilraun til að ná bronsinu með 165 kg, en það reyndist of þungt þrátt fyrir mikla baráttu.
Besti samanlagði árangur Camillu fyrir þetta mót var 352,5 kg, en hér endaði hún í 370 kg sem er unglingamet og góð bæting. Hún endaði í 5.sæti.
Arnhildur Anna vigtaði 71,10 kg í -72 kg flokki. Hún klikkaði á byrjunarþyngd 180 kg í hnébeygju, hækkaði svo í 185 kg í annari, mætti einbeittari og kláraði örugglega. Arnhildur endaði með 190 kg í mjög vel útfærðri þriðjulyftu. Það er nýtt íslandsmet í opnum flokki og dugði henni til bronsverðlauna í beygju.
Á bekknum byrjaði Arnhildur í 95 kg en mistókst. Hún kláraði 95 kg örugglega í annari tilraun og bað um 100 kg í þriðju, en það er jöfnun við hennar besta árangur. Sú lyfta misheppnaðist því miður, og Arnhildur endaði með 95 kg.
Í réttstöðu kláraði hún 165 kg en mistókst tvisvar með 170 kg. Samanlagt gerir það 450 kg sem er persónuleg bæting um 10 kg og nýtt íslandsmet unglinga.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Á morgun, laugardag, keppir Einar Örn Guðnason í .93 kg flokki. Keppnin hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://goodlift.info/live.php