Á föstudaginn sl. tók forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, á móti Sóleyju Margréti Jónsdóttur kraftlyftingakonu og Eygló Fanndal lyftingakonu. Bauð forseti þeim til móttöku á Bessastöðum, ásamt þjálfurum sínum og forsvarsmönnum Lyftinga- og Kraftlyftingasambands Íslands. Halla, sem er verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands óskaði þeim til hamingju með glæsilegan árangur og ræddi við þær um íþróttaferilinn, framtíðarsýn þeirra og eins um tækifæri og áskoranir í íþróttum, ekki síst fyrir konur í styrktarþjálfun og kraftaíþróttum.
Þetta er mikill heiður fyrir þessa ungu íþróttakonur og frábær viðurkenning á árangri þeirra beggja, enda framúrskarandi íþróttakonur.