Sóley Margrét Jónsdóttir varð í 2. sæti í kjörinu um Íþróttamann ársins 2024 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Sóley á að baki frábært kraftlyftingaár en hún náði þeim árangri að verða bæði Evrópu- og heimsmeistari í kraftlyftingum, ásamt því að slá heimsmet unglinga í samanlögðum árangri. Einstaklega glæsilegur árangur hjá Sóley og góð hvatning fyrir upprennandi kraftlyftingastjörnur.
Við óskum Sóley innilega til hamingju með árangurinn!