Sóley Margrét Jónsdóttir er fyrsti íslenski keppandinn sem stígur á stokk á EM sem nú er að hefjast í Tékklandi. Hún keppir á morgun sunnudag í +84 kg flokk kvenna 18 ára og yngri, en Sóley er fædd 2001 og á best 235 – 117,5 – 210 – 545,5 kg.
Sóley varð Evrópumeistari í þessum flokki í fyrra og ætti að verja þann titil í ár, en tveir keppendur eru skráðir til leiks og hún lang öflugust.
Svo er aldrei að vita hvort Sóley reynir við alþjóðamet en á góðum degi gæti hún átt möguleika t.d. á evrópumetið í hnébeygju.
Við óskum henni góðs gengis, en hægt er að fygjast með keppninni sem hefst kl. 9.00 að staðartíma,(07.00 hjá okkur), hér http://goodlift.info/live.php