Skráningu er lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursskipt) sem haldið verður laugardaginn 26. apríl í Kópavogi (Breiðablik). Nánari tímasetning verður birt síðar. Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk hjá þeim sem eru skráðir til þátttöku er til miðnættis laugardaginn 12. apríl. Keppnisgjald er 8000 kr. og greiðist inn á reikning 552-26-007004, kt. 700410-2180.