Skip to content

RIG 2016

  • by

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir eru Reykavíkurleikarnir 2016 komnir á mótaskrá IPF og EPF. Það er stefna KRAFT að efla mótahald innanlands og liður í því er m.a. að halda reglulega alþjóðamót. Ef vel tekst til verður RIG fastur liður á alþjóðmótaskrá framvegis.

Að þessu sinni verður um klassískt boðsmót að ræða. Keppt verður í öllum greinum og sigur vinnst á wilksstigum. Til að gera mótið áhorfenda- og sjónvarpsvænt verður fjöldi keppenda takmarkaður við 10 konur og 10 karla og sterkum keppendum boðin þátttaka.

Þar sem um nýtt mót er að ræða rennum við blint í sjóinn varðandi áhuga erlendra keppenda til að koma og taka þátt. Fjöldi íslenskra keppenda ræðst af undirtektum erlendis frá, en við munum bjóða amk 6 íslenskum keppendum, 3 konum og 3 körlum. Ef áhuginn erlendis frá reynist lítill, komast fleiri íslenskir keppendur að.

Framundan er Íslandsmót í klassískum kraftlyftingum og horft verður m.a. til úrslita þar þegar íslenskum keppendum verður boðin þátttaka.