Stjórn KRAFT uppfærði reglugerð um kraftlyftingamót á fundi sínum 23.nóvember sl.
Helstu breytingar er að finna í 3. og 22. grein auk þess sem ný ákvæði hafa verið bætt inn í 23. og 31. grein.
Reglugerðin tekur þegar gildi
Stjórnin vill ítreka við keppendur og forsvarsmenn félaga ákvæði í 6.grein þar sem fjallað er um þátttöku á kraftlyftingamótum sem haldin eru utan ÍSÍ, en það er óheimilt félagsmönnum innan KRAFT.
Þar er sömuleiðis kveðið skýrt á um að allir sem koma fram f.h. síns félags, hvort er sem keppandi, aðstoðarmaður eða starfsmaður skulu vera skráðir félagsmenn.