Skip to content

NM unglinga 2016 – úrslit

  • by

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina í Katrineholm í Svíþjóð og voru 10 íslenskir keppendur skráðir til leiks á mótunum tveimur.
Sum þeirra voru að stiga sín fyrstu spor á alþjóðavelli og gekk þeim misvel eins og gjarnan vill verða. Sumt gekk upp og annað ekki, en öll kláruðu þau mótið og öðluðust dýrmæta reynslu.
Ekki voru margir skráðir til leiks í sumum flokkum og keppnin þess vegna mishörð, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hópurinn kemur heim með 4 gull, 1 silfur og 2 bronsverðlaun og fjölda Íslandsmeta og persónulegra meta í farteskinu.
Við óskum þeim innilega til hamingju!!

Á klassíska mótinu var Dagfinnur Ari Normann reynsluboltinn í hópnum. Hann hefur hækkað sig um þyngdarflokk og keppti nú í -83 kg flokki.
Honum gengur hægt að þyngja sig og hann var léttastur í flokknum með 76,7 kg. Hann lyfti seríuna 207,5 – 157,5 – 235,5 samtals 600 kg slétt en það er íslandsmet unglinga. Þetta dugði honum til bronsverðlauna.

Í -66 kg flokki unglinga keppti Aron Ingi Gautason. Hann lenti í 2.sæti með 467,5 kg.
Í -93 flokki lenti Arnar Harðarson.í 5.sæti með 595 kg og Karl Anton Löve í 6.sæti með 587,5 kg.
-74 kg flokki drengja sigraði Óskar Helgi Ingvason með 522,5 kg.Hann varð jafnframt stigahæstur í drengjaflokki.
Þeir bættu allir árangur sinn og bættu á sig Íslandsmetum í sínum flokkum.
Kara Gautadóttir keppti í -63 kg flokki kvenna og lenti þar í 4.sæti með 265 kg. sem er nokkuð frá hennar besta.

Á laugardaginn var keppt í búnaði.
Inga María Henningsdóttir hafði borðað taktísk fyrir mótið og þyngt sig upp í -84 kg flokkinn. Þar sigraði hún með 350 kg.
Fríða Björk Einarsdóttir sigraði í -84 kg flokk stúlkna á 445 kg sem er töluvert frá hennar besta árangri.
Í +120 kg flokki karla átti Ísland tvo keppendur.
Þorbergur Guðmundsson sigraði í flokknum með 882,5 kg og Guðfinnur Snær Magnússon, sem er á fyrsta ári í unglingaflokki, vann bronsið með 745 kg.

Misfjölmenn var eins og áður sagði í flokkunum en margir sterkir keppendur tóku þátt og féllu bæði Norðurlanda- Evrópu- og heimsmet.
Heildarúrslit má finna á heimasíðu NPF