Skip to content

Metaregn og bronsverðlaun á EM

  • by

Hinrik Pálsson og Benedikt Björnsson kepptu í dag á EM öldunga, báðir í M1, Benedikt í -93kg flokki og Hinrik í 105kg flokki. Kristleifur Andrésson var þeim til halds og trausts.
Skemmst er frá þvi að segja að þeir stóðu sig frábærlega og náðu góðum bætingum. Hinrik gerði sér meira að segja lítið fyrir og náði bronsverðlaunum í bekkpressu á nýju íslandsmeti 165 kg.
Benedikt lyfti 210 – 145 – 250 = 605 kg sem er 20 kg bæting samanlagt og færði honum 6.sætið. Bekkurinn, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet, bekkurinn og réttstaðan líka ný single lift met.
Hinrik hafnaði í 8.sæti með 190 – 165 – 197,5 = 552,5 kg sem er 15 kg bæting samanlagt. Hnébeygjan, bekkpressan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet í flokknum.
Við óskum þeim innilega til hamingju!