Massi, kraftlyftingadeild UMF Njarðvíkur, fagnar á þessu ári því að 20 ár eru frá formlegri stofnun deildarinnar. Kraftlyftingar hafa þó verið stundaðar mun lengur hjá UMFN, eða frá 1973 og alla tíð undir lögsögu ÍSÍ.
Massamenn hafa gegnum árin unnið marga titla og félagið hefur mikla reynslu af mótahaldi, héldu t.d. tvö Norðurlandamót í fyrra með miklum ágætum.
Á laugardaginn hélt félagið ÍM í kraftlyftingum og settu upp flottustu mótaumgjörð sem sést hefur hér og var félaginu til mikils sóma.
Keppendur frá Massa gerðu góða hluti á mótinu og sigruðu í liðakeppni karla.
Stjórn KRAFT fyrir hönd allra félaga sendir Massa þakkir fyrir mótið og hamingjóskir á þessum tímamótum.
Haldið áfram að byggja upp – Suðurnesjamönnum og íþróttinni allri til heilla!