Boðað hefur verið til 12.ársþings KRAFT laugardaginn 26.febrúar nk. og hafa fundarboð og kjörbréf verið send til þeirra sem eiga rétt á þingsetu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnarkjör fer fram á þinginu. Gry Ek gefur kost á sér í formannsembættið en til áframhaldandi stjórnarsetu þau Þórunn Brynja Jónasdóttir, Aron Ingi Gautason og Laufey Agnarsdóttir.
Formenn fastanefnda verða líka kjörnir á þinginu.
Engar meiriháttar tillögur liggja fyrir, en afreksstefna KRAFT verður lögð fram til staðfestingar og breytingar á henni ræddar.
Við upphaf þings verða venju samkvæmt afhentar viðurkenningar til kraftlyftingafólks og stigahæstu liða ársins 2021.