12.ársþing KRAFT var haldið 26.febrúar 2022 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Skýrsla og reikningar voru lagðir fram og samþykktir, lagabreytingar samþykktir og afreksstefnan staðfest.
Stjórn var endurkjörin og formenn fastanefnda voru kosnir til tveggja ára.
Við upphaf þings voru afhend verðlaun vegna árangurs 2021. Stigahæstu liðin voru Ármann í kvennaflokki og UMFN í karlaflokki. Kraftlyftingafólk ársins voru þau Kristín Þórhallsdóttir og Viktor Samúelsson.
Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður ÍSÍ, var þingforseti. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ávarpaði þingið og kveðja barst frá Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra íþróttamála.