Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J. K. Jóhannsson (Ármann).
Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:• –
Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
• Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
• Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
• Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.
Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu.
Afrek hans eru:
• Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
• Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
• Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
• Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
• Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki
• Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
• Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
• Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.
• Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.