Það eru merk tímamót hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar, sem í dag fagnar 50 ára afmæli sínu, en félagið var stofnað 7. janúar 1975 og er elsta starfandi kraftlyftingafélagið á landinu. Frá stofnun félagsins hefur þar verið unnið ötult og óeigingjarnt starf og hefur margt af okkar besta lyftinga- og kraftlyftingafólki komið frá KFA. Í tilefni dagsins verður félagið með opið hús í Lyftingahöllinni að Hjalteyri þar sem farið verður yfir sögu félagsins og KFA félagar heiðraðir.
Kraftlyftingasamband Íslands og aðildarfélög óska KFA til hamingju með þennan stóra og merka áfanga!