Þing NPF, Norðurlandasambandið í kraftlyftingum, fór fram í Svíþjóð um helgina. Nokkrar veigamiklar ákvarðanir voru teknar á þinginu og verður fundargerðin birt þegar hún liggur fyrir samþykkt.
Meðal annars var samþykkt að láta formennska í sambandinu ganga hringinn milli aðildarþjóðanna til skiptis. Ísland ríður á vaðið og leiðir sambandið næstu tvö árin. Sigurjón Pétursson hefur tekið við formennsku í NPF og Gry Ek hefur tekið starf ritara.