Skip to content

ÍM – ný dagsetning

  • by

Stjórn KRAFT hefur i´samráði við mótanefnd og mótshaldara ákveðið nýjar dagsetningar fyrir íslandsmeistaramótin sem til stóð að halda í mars og apríl.
ÍM í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum verða haldin 5 og 6 júní nk með sömu sniði og áætlað var í mars.
Skráningar eru áfram í gildi, en félög hafa frest til 22.maí að gera breytingar. Nauðsynlegt er að tilkynna ef einhver hættir við, og verður þá keppnisgjaldið endurgreitt.
Ákveðið hefur verið að gefa kost á nýskráningum og þurfa félög að senda þær fyrir miðnætti 15.maí ákraft@kraft.is og hjaltiar@icloud.com. Gefa skal upplýsingar um nafn, kennitölu, þyngdarflokk, aldursflokk og á hvaða mót skal skrá viðkomandi. Nafn og kennitala aðstoðarmanns þarf að gefa upp og sömuleiðis nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar.
KEPPENDUR
ÍM í klassískum – opinn flokkkur
ÍM í búnaði
ÍM í klassískum – unglingar og öldungar
Íslandsmeistaramótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu fara fram í Garðabæ í ágúst.
Íslandsmeistaramótin í réttstöðulyftu og klassískri réttstöðulyftu færist aftur til 10.júlí

Við ákváðum að leggja áherslu á að klára þessi mót fyrir sumarið. Vonandi dugar þessi fyrirvari keppendum til að undirbúa sig vel, og vonandi tekst okkur að halda veirunni í skefjum svo allt getur farið fram samkvæmt áætlun.