Skip to content

ÍM í réttstöðulyftu – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram á Ísafirði á laugardag. Þetta var fyrsta mót Kraftlyftingafélagsins Víkings og fór það vel fram. Veitt voru vegleg verðlaun og vefútsending var frá mótinu, en það er bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir keppendur og áhorfendur og verður vonandi framhald á því á sem flestum mótum.
María Guðsteinsdóttir, Ármanni, varð stigameistari kvenna á nýju Íslandsmeti 190 kg í -72 kg flokki. Í öðru sæti var Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta og í þriðja sæti Solveig Sigurðardóttir, Grótta.
Aron Teitsson, Grótta, vann stigabikar karla með 295,0 kg í -93,0 flokki sem einnig er nýtt íslandsmet. Í öðru sæti var Viktor Samúelsson, KFA og í þriðja sæti Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni.
Stigahæsta liðið var Grótta.
HEILDARÚRSLIT
Viðurkenningar voru veittar fyrir flest stig í aldursflokkum. Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen, Massi, var hæst í stúlknaflokki. Viktor Ben, Breiðablik, var hæstur í drengjaflokki. Í unglingaflokkum kvenna og karl hlutu viðurkenningar Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta og Viktor Samúelsson, KFA. Í öldungaflokkum María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Bjarki Þór Sigurðsson, Breiðablik.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum mótshaldara fyrir vel heppnað mót.
Þórður Kr. Sigurðsson, Súðavík tók þessar myndir frá mótinu:

Tags: