Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu sem fer fram í Smáranum, Kópavogi laugardaginn 27.júni nk
Skráningarfrestur er til miðnættis 6.júni, en frestur til að greiða keppnisgjald og breyta skráningu er til miðnættis 13.júni.
Keppnisgjald er 6 000 kr og skal greitt inn á Rknr. 552-26-007004 / kt 700410-2180. Taka þarf fram frá hvaða félagi greiðslan kemur
Félög skulu senda skráningu til robert@kjaran.com með afrit á kraft@kraft.is þar sem fram kemur nafn, kennitala, þyngdarflokk og sími/netfang keppanda. Ath að skráning þarf að koma frá félögum, ekki einstaklingum.
Það er ánægjulegt að geta hafið keppni á ný eftir samkomubanninu, en hugað verður vel að smitvörnum við framkvæmd mótsins og við hvetjum alla til að hafa þau mál í huga.