Skip to content

ÍM í bekkpressu / RIG

  • by

Laugardaginn 17.janúar nk fer fram Íslandsmeistaramót í bekkpressu í tengslum við Reykjavík International Games.
Mótið fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 11.00 með keppni í kvennaflokkum.
Keppni í karlaflokkum hefst kl. 12.30
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Tveir gestekeppendur eru ´mótinu. Í kvennaflokki keppir Ielja Strik frá Hollandi, heimsmeistari í bekkpressu. Hún hefur verið meðal stigahæstu kraftlyftingakvenna undanfarna áratugi, bæði í bekkpressu og þríþraut. Hún mætir okkar sterkustu konum með Fanneyju Hauksdóttur í fararbrodd, en hún varð heimsmeistari unglinga í bekkpressu í fyrra.
Í karlaflokki keppir Kim-Raino Rølvåg í -74 kg flokki, Hann er meðal sterkustu bekkpressara Norðmanna og mætir m.a. Viktor Samúelsson, Aron Teitsson og Einar Örn Guðnason. KEPPENDALISTI.
Keppt er um íslandsmeistaratitil í hverjum þyngdarflokki fyrir sig, og útnefndir verða íslandsmeistarar karla og kvenna á stigum.

Erlendu gestirnir taka svo þátt í keppni um RIG-bikara karla og kvenna, sem er afhent stigahæsta keppandanum.