Íslandsmeistaramót Íþróttabandalags fatlaðra í hinum ýmsu greinum fer fram í Reykjanesbæ um helgina.
Massi hefur tekið að sér að sjá um keppnina í kraftlyftingum og fer mótið fram á sunnudaginn kl. 13.00.
Vigtun er kl. 11.00
Keppendur eru:
Konur
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir , Þroskahömlun – Allar greinar
Valdís Hrönn Jónsdóttir , þroskahömlun – 93 kg – Allar greinar
Karlar
Egill Rafnsson, Hreyfihömlun – 65 kg – Bekkpressa
Sigurjón Ægir Sigurjónsson, Hreyfihömlun – 76 kg – Allar greinar
Guðmundur Ásbjörnsson, þroskahömlun – 76 kg – Allar greinar
Jón Reynirsson, þroskahömlun – 88 kg – Allar greinar
Vignir Unnsteinsson, þroskahömlun – 120+ – Allar greinar
Máni Sigurbjörnsson , þroskahömlun – 131 kg – Réttstaða
Ólafur Aron EInarsson , þroskahömlun – 170 kg – allar greinar
Kraftlyftingasambandið hefur undanfarin ár séð um ÍM fatlaðra og gert það með ánægju. Kraftlyftingar er íþrótt sem hentar nær öllum. Vilji KRAFT stendur til þess að samvinnan verði gerð formleg þannig að félagsmenn IF geti líka keppt á mótum á mótaskrá KRAFT.