Skip to content

HM í kraftlyftingum í búnaði í opnum flokki verður á Íslandi í nóvember 2024!

IFP ákvað á fundi sínum í síðustu viku að velja Ísland sem mótshaldara fyrir HM í búnaði á næsta ári í opnum flokki. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og IPF sýnir Íslandi mikið traust með þessari ákvörðun. Þess má geta að árangur keppenda á mótinu sker úr um hverjir fá að taka þátt í kraftlyftingum í búnaði á World Games 2025 sem verða í Chengdu í Kína.

Ísland sendi inn ósk um að fá að halda mótið með mjög skömmum fyrirvara eftir að fréttir bárust frá IPF að vafi léki á því að það land sem áður hafði verið á lista með fyrirvara um að halda mótið gæti tekið verkefnið.

Mikið verk er fyrir höndum hjá KRAFT að undirbúa þetta mót og ljóst að hér verður að koma til samhent átak hreyfingarinnar. Við munum færa nánari fréttir af þróun þessa máls eftir því sem þær liggja fyrir.

Hlekkur á mótaskrá IPF: https://www.powerlifting.sport/championships/calendar