Skip to content

HM í klassískum kraftlyftingum

  • by

Í dag hefst heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í öllum aldursflokkum. Mótið fer fram í Halmstad í Svíþjóð og margir sterkir keppendur mæta til leiks frá Íslandi.
Fyrst á pall er Elsa Pálsdóttir, ríkjandi Evrópumeistari í -76 kg flokki Master 3. Hún keppir fimmtudaginn 23.september kl. 9.00 á staðartíma.
Í unglingaflokki karla keppa Helgi Arnar Jónsson, -83 kg flokki, og Alexander Örn Kárason, -93 kg flokki. Þeir keppa þriðjudaginn 28.september kl 9.00 á staðartíma.
Fimmtudaginn 30.september keppa þau Arna Ösp Gunnarsdóttir, -63 kg flokki, og Friðbjörn Hlynsson, -83 kg flokki.
Birgit Rós Becker keppir í -76 kg flokki föstudaginn 1.oktober.
Laugardaginn 2.október keppa svo þau Kristín Þórhallsdóttir, -84 kg flokki, og Viktor Samúelsson, -105 kg flokki.

Hægt verður að fylgjast með mótinu HÉR og á Youtuberás IPF.