Skip to content

Helga setti 3 íslandsmet

  • by

Helga Guðmundsdóttir lenti í 7.sæti í -63 kg flokki á HM í dag.
Hún byrjaði á fína beygjuseríu 172,5 – 177,5 – 180, allt góðar og gildar beygjur. Þetta er nýtt íslandsmet í flokknum.
Á bekknum byrjaði hún í 115 og kláraði svo 120 kg í þriðju tilraun eftir að hafa klikkað á tækninni í annari. Það er líka nýtt íslandsmet í -63 kg flokki.
Í réttstöðu byrjaði Helga á 172,5 kg sem átti að vera létt og meðfærilegt, en þá sagði þreytan til sín. Hún ströglaði lyftuna í gegn, en átti ekki möguleika á 177,5 í dag, þrátt fyrir tvær tilraunir.
Helga fékk 472,5 kg samanlagt. Það er 6,5 kg bæting á hennar eigið íslandsmeti. Hún sagðist vera mjög sátt við úrslitin þó hún hafi ætlað sér meira í réttstöðu.
Helga vigtaði 62,72 kg og fékk 509,3 wilks stig og færist við það upp um 2 sæti á heimslista.

Við óskum henni til hamingju með árangurinn og metin.

Á morgun fimmtudag lyftir María Guðsteinsdóttir í -72 kg flokki. Keppnin hefst kl. 17.00 að íslenskum tíma.