Skip to content

Gaston Parage nýr forseti IPF

  • by

Ársþing IPF var haldið í gær í Puerto Rico. Þar tók Gaston Parage frá Luxembourg við forsetaembættinu af Detlev Albrings sem sagði af sér í sumar.
Parage hefur sinnt mörgum störfum innan IPF, undanfarin ár hefur hann verið gjaldkeri.
Hér má kynna sér sýn Parage á framtíð IPF.
Parage hlaut 2/3 hluta atkvæða, m.a. atkvæði Íslands, en Sigurjón Pétursson sat þingið fyrir hönd Kraftlyftingasambands Íslands.

Á þinginu var líka samþykkt tillaga frá Danmörku um að halda heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum til prufu næstu tvö ár. Mótin verða haldin í opnum flokki og flokki unglinga.

Tags: