Friðbjörn Bragi Hlynsson setti glæsilegt íslandsmet í réttstöðulyftu á HM í klassískum kraftlyftingum í dag þegar hann lyfti 280kg í þríðju tilraun. Hann keppti í sterkum -83kg flokki þar sem hann lenti í 17.sæti með tölurnar 240-162,5-280=682,5kg. Metið er jafnframt single lift réttstöðumet.
Arna Ösp Gunnarsdóttir keppti líka í dag. Hún endaði í 15.sæti í -63kg flokki með tölurnar 142,5-82,5-175=400kg. Arna hefur átt betri daga og náði ekki bætingu í þetta sinn, en bætir í reynslubankann á sínu öðru heimsmeistaramóti.
Á morgun fimmtudag keppa þau Alexander Örn Kárason, Birgit Rós Becker og Lucie Stefanikova.
Lucie er tékkneskur ríkisborgari en keppir fyrir hönd Islands á mótinu eins og reglur IPF leyfir.