Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands for fram í dag.
Formanns- og stjórnarkjör fóru fram samkvæmt nýsamþykktum lögum.
Formaður til eins árs var kjörin Borghildur Erlingsdóttir. Kraftlyftingasambandið er þar með 4.sérsamband innan ÍSÍ sem hefur konu í forsæti, en samböndin eru 30 talsins.
Stjórnarmenn til eins árs voru kjörin Kári Rafn Karlsson, Ása Ólafsdóttir og Gry Ek
Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörin Rósa Birgisdóttir, Alex Cambray Orrason og Róbert Kjaran.