Dagana 6.-12.maí fer fram Evrópumótið í Kraftlyftingum í búnaði í Pilsen í Tékklandi.
Að þessu sinni senda Íslendingar sjö keppendur á mótið og eru það; Sóley Margrét Jónsdóttir, Kara Gautadóttir, Karl Anton Löve, Guðfinnur Snær Magnússon, Hulda B. Waage, Viktor Samúelsson og Júlían J.K. Jóhannsson.
Sóley Margrét keppir í stúlknaflokki, Kara, Karl Anton og Guðfinnur í unglingaflokki, en Hulda, Júlían og Viktor í opnum flokki.
Sturlaugur Gunnarsson alþjóðadómari mun dæma á mótinu.
Að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með mótinu og verða beinar útsendingar á youtube rás EPF,
Hér má einnig nálgast tímatöfluna svo hægt sé að fylgjast með hvenær þátttakendur okkar hefja keppni.
Keppendur í karlaflokkum – Keppendur í kvennaflokkum
Við óskum þeim öllum góðs gengis og komum með fréttir af gengi okkar fólks á meðan á mótinu stendur.