Skip to content

Dómarapróf  – Skráning

Skráning er hafin í dómarapróf KRAFT. Prófað verður skriflega úr keppnisreglum IPF og síðan fer fram verklegt próf í vigtun og dómgæslu. Verklegi hluti prófsins fer fram 1. febrúar á Æfingamótinu í kraftlyftingum en tímasetning skriflega hluta prófsins verður auglýst síðar. KRAFT áskilur sér þann rétt að takmarka fjölda próftaka við einn frá hverju félagi ef fjöldi þeirra verður of mikill.

Skráningu skal senda á kraft@kraft.is með afriti á helgih@internet.is fyrir miðnætti 11. janúar. Í skráningu skal koma fram nafn próftaka, kennitala, félag og símanúmer.
Prófgjald er 12.000 kr. og greiðist inn á reikning KRAFT 552-26-007004
kt. 700410-2180.