Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur mótanefnd og stjórn KRAFT samþykkt breyttar dagsetningar á eftirfarandi mótum:
- Íslandsmótið í bekkpressu (klassík og búnaður) færist fram um einn dag og verður haldið sunnudaginn 19. janúar. Mótshaldari er Breiðablik.
- Íslandmót unglinga í klassískum kraftlyftingum er fært fram um 4 vikur og fer fram laugardaginn 5. apríl. Mótshaldari er Stjarnan.
- Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum er fært fram um 3 vikur og verður haldið laugardaginn 26. apríl. Mótshaldari er Breiðablik.