Á ársþingi KRAFT í febrúar sl var bókað eftirfarandi:
Ákveða þátttökugjöld á Íslands-og bikarmótum næsta keppnistímabils.
Lögð var fram tillaga stjórnar um óbreytt gjöld, 6500 ISK fyrir þríþrautarmót og 5000 ISK fyrir mót í stakri grein.
Sturla Ólafsson lagði fram breytingartillögu þar sem kveðið er á um að 1000 ISK af hverju gjaldi skuli renna til sambandsins og eyrnamerkjast landsliðsverkefni, sérstaklega til að styrkja ungum keppendum sem ekki njóta styrkja annarsstaðar frá.
Tillagan var borin upp og samþykkt gegnt einu atkvæði KFA.
Stjórn KRAFT hefur í kjölfarið breytt 21.grein reglugerðar um kraftlyftingakeppni og tekur breytingin þegar gildi. Hún hljóðar svo:
21. gr. Keppnisgjald
Aðildarfélögin greiða þátttökugjald fyrir sína keppendur og tekur skráning ekki gildi fyrr en gjaldið hefur verið greitt.
Keppnisgjald er ákveðið á kraftlyftingaþingi.
Núgildandi gjald: á mótum þar sem keppt er í öllum þremur greinum skal vera 6500 krónur, en 5000 krónur þegar keppt er í einni grein.
Stjórn KRAFT getur ákveðið önnur gjöld fyrir einstök mót.
Gjaldið rennur til mótshaldara, nema 1000 kr af hverju gjaldi sem rennur til KRA eyrnamerkt verkefnum fyrir efnileg ungmenni. Gjaldkeri KRA innheimtir gjaldið þegar lokaskráning liggur fyrir.