Skráning er hafin á fyrsta bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum sem fer fram á Seltjarnarnesi 30.apríl nk
Skráningarfrestur er til miðnættis 9.apríl nk og verður ekki tekið við skráningu eftir það.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ: bikar16klass
Þar sem hér er um meistaramót að ræða gildir 3-mánaðareglan, þ.e.a.s. keppendur þurfa að hafa verið skráðir félagsmenn amk 3 mánuði fyrir mót.
Minnum á 23.grein í mótareglum:
Starfsmenn/dómarar sem félög leggja til skulu vera til þjónustu allan mótsdaginn. Þurfi
starfsmaður að hætta störfum áður en móti er lokið er það á ábyrgð félags viðkomandi
starfsmanns að finna og tilkynna staðgengil.
Hvert félag sem sendir 3-5 keppendur á mót skal leggja til að minnsta kosti einn dómara.
Hvert félag sem sendir 6-8 keppendur á mót skal leggja til tvo dómara.
Hvert félag sem sendir 9 keppendur eða fleiri skal leggja til að minnsta kosti þrjá dómara.
Beiðni um skráningu keppenda öðlast þá fyrst gildi þegar ofangreindu ákvæði er fullnægt.
Forfallist skráður starfsmaður er það á ábyrgð þess félags sem hann er fulltrúi fyrir að finna og tilkynna staðgengil. Ef tilkynntur starfsmaður eða staðgengill hans mætir ekki til starfa skal viðkomandi félag greiða kr. 10.000 í sekt til mótshaldara fyrir hvern þann starfsmann sem ekki mætir. Viðkomandi félagi er ekki heimil þátttaka á mótum fyrr en sekt hefur verið greidd.
Fyrstu tvö starfsár hvers félags hefur það heimild til að senda starfsmann í stað dómara.
Í samráði við mótshaldara getur félag sent annan starfsmann í stað dómara, t.d. stangarmann.