Skip to content

Bekkpressumót á laugardag

  • by

Laugardaginn 23.júni nk verður haldið bekkpressumót í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Mótið hefst kl. 12.00 og er aðgangur ókeypis.

Keppt verður bæði með og án búnaðar og hér má sjá keppendalista: án búnaðarí búnaði.
Alls eru skráðir 20 keppendur frá 8 félögum, bæði byrjendur og afreksmenn. Meðal þeirra er Jóhanna Þórarinsdóttir sem keppir í -72,0 flokki kvenna. Hún keppir næst á EM í bekkpressu í ágúst og verður þetta mót mikilvægt tækifæri fyrir hana til að taka stöðuna í sínum undirbúningi fyrir það.
Tveir keppendur eru skráðir frá hinni nýstofnuðu kraftlyftingadeild UMF Snæfells í Stykkishólmi, en það er ánægjulegt að sjá að sífellt fleiri bætast í hópinn.

Mótshaldarar eru kraftlyftingadeild Breiðabliks og Heiðrún, kraftlyftingafélag Garðabæjar. Þeir hafa sameinað krafta sína, en þetta er í fyrsta sinn sem Heiðrúnarmenn bjóða til leiks í nýju aðstöðunni sinni í Garðabæ.

Við hvetjum alla áhugamenn um bekkpressu að leggja leið sína þangað á laugardaginn kl. 12.00 á stutt og skemmtilegt Jónsmessumót.

Keppendur kynni sér vel reglur um klæðnað og búnað. Vigtun er kl. 10.00.

Leave a Reply