Arna Ösp Gunnarsdóttir og Friðbjörn Bragi Hlynsson kepptu í dag á HM í klassískum kraftlyftingum, en þetta er fyrsta HM hjá þeim báðum. Sumt gekk upp og annað ekki, eins og gengur, en þau kláruðu verkefninu með miklum sóma og eru reynslunni ríkari fyrir næstu keppni.
Arna keppti í -63 kg flokki. Hún lenti í erfiðleikum í beygju en náði þriðju lyftunni inn á 142,5 kg. Í bekkpressu setti hún glæsilegt persónulegt met með 87,5 kg. Í réttstöðu náði hún 177,5 kg, samanlagt 407,5 kg sem dugði henni í 10.sæti.
Sigurvegari í flokknum var frakkinn Prescillia Bartoil á ótrúlegu nýju heimsmeti 548 kg.
HEILDARÚRSLIT
Friðbjörn keppti í -83 kg flokki og endaði í 16.sæti með seríuna 245 – 157,5 – 270 = 672,5 kg. Hann náði ekki að bæta sig eins og hann hafði vonast til, en kláraði mótið, er reynslunni ríkari og setur stefnuna á næsta mót.
Sigurvegari í flokknum var Ohrii Russel, ISV, á nýju heimsmeti 841 kg.
Keppninni lauk á einni æsilegustu réttstöðukeppni í sögu IPF þar sem heimsmetin flugu í annarri hverri lyftu og endaði að lokum hjá ungverjanum Enahoro 336 kg.
HEILDARÚRSLIT