Alexander Örn Kárason átti frábæran dag í Finlandi í gær. Han varð Norðurlandameistari unglinga í -93 kg flokki á nýju glæsilegu íslandsmeti 737,5 kg.
Hnébeygjan hljóðaði upp á 260 kg sem er nýtt met í opnum flokki. Á bekknum lyfti hann 182,5 kg . Hann rak svo smiðshöggið á allt saman með magnaðri lokalyftu í réttstöðu upp á 295 kg, en hún færði honum titilinn
Réttstaðan og samanlagður árangur eru líka íslandsmet í opnum flokki. Gömlu metin setti Aron Teitsson í 2014 og heyra þau nú sögunni til.
Við óskum Alexander til hamingju með titilinn og metin!