Helga Guðmundsdóttir og María Guðsteinsdóttir kepptu á EM í dag og gerðu góða hluti. Báðar bættu persónulegan árangur sinn og settu ný íslandsmet í sínum flokkum.
Helga keppti í -63 kg flokki og lenti þar í 4.sæti með seríuna 170-115-175 – 460 kg. Það er 20 kg bæting í samanlögðu og nýtt íslandsmet. Hún fékk 7 gildar lyftur og átti góða innkomu á sínu fyrsta alþjóðamóti.
María keppti í -72 kg flokki og lenti í 5.sæti með 175-115-187,5 – 477,5 kg sem er persónuleg bæting um 5 kg. Bekkurinn og réttstaðan eru ný íslandsmet.
María hefur keppt á meira en 20 alþjóðamótum og er meðal reyndustu íþróttamanna landsins, og er enn að bæta sig.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og metin!