Arnhildur Anna átti góðan dag á EM unglinga í Ungverjalandi í dag og munaði millimetrum að hún náði bronsverðlaunum samanlagt. Hún bætti persónulegan árangur sinn um 32,5 kg og setti islandsmet í hnébeygju og samanlagt í opnum flokki og unglingamet í réttstöðulyftu. Hún vigtaði 71,4 í -72 kg flokki,
Arnhildur opnaði örugglega á 190 kg í beygju og bætti um betur í annarri tilraun með
nýtt íslandsmet í opnum flokki, 195 kg. 197,5 reyndist of þungt í þriðju tilraun.
195 kg færði henni bronsverðlaun í greininni.
Á bekknum lyfti hún seríuna 105 – 107,5 – 110 kg. Það er persónuleg bæting um 10 kg og dugði til bronsverðlauna í bekkpressu.
I réttstöðu varð hörkuslagur í síðustu umferð og lagði Arnhildur allt undir með 187,5 kg til að vinna bronsið á líkamsþyngd.
Það reyndist nokkrum grömmum of þungt og endaði hún í 177,5 kg sem er nýtt unglingamet og gaf 3.sæti í greininni.
Arnhildur endaði í 4.sæti með 482,5 kg sem er nýtt íslandsmet í opnum flokki -72 kg og gæti keppnin í þessum flokki orðið áhugaverð á ÍM í lok maí.
Sigurvegarinn í flokknum var Elina Rönnqvist frá Svíþjóð 537,5 kg.
Við óskum Arnhildi til hamingju með glæsilegan árangur!