Skip to content

Um KRAFT

Kraftlyftingasamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, Ísland
kraft@kraft.is – Formaður: Hinrik Pálsson hinrik@kraft.is
kt. 700410-2180
Banki: Íslandsbanki Akranesi, Dalbraut 1, 300 Akranes
Rknr. 552-26-007004
IBAN: IS020552260070047004102180
SWIFT: GLITISRE
———————————————————————————————-

KRAFTLYFTINGASAMBAND ÍSLANDS / KRAFT

er æðsti aðili kraftlyftinga á Íslandi og er hlutverk þess í meginatriðum

a. að hafa yfirumsjón og yfirstjórn allra íslenskra kraftlyftingamála,
b. að vinna að eflingu kraftlyftinga í landinu, þar með talið afreksíþrótta, hæfileikamótun
yngri íþróttamanna og almenningsíþrótta,
c. að vera í forsvari fyrir kraftlyftingar innan vébanda ÍSÍ
d. að setja íslenskum kraftlyftingum nauðsynleg lög og reglur og sjá til þess að þeim sé fylgt.
e. að löggilda dómara, þjálfa menn til dómarastarfa og veita þeim réttindi
f. að standa fyrir og úthluta kraftlyftingamótum hvort heldur um er að ræða innlend mót eða
erlend, skrá og staðfesta met sem sett eru í samræmi við reglur sambandsins og varðveita
úrslit móta,
g. að standa vörð um uppeldislegt gildi kraftlyftinga á Íslandi og vinna að framgangi
heiðarlegrar keppni í kraftlyftingum,
h. að velja einstaklinga í landslið og að tefla fram landsliði og keppendum í alþjóðlegri
keppni,
i. að koma fram erlendis fyrir hönd kraftlyftinga á Íslandi og sjá um að reglur varðandi
kraftlyftingar séu í samræmi við alþjóðareglur,
j. að starfa í samræmi við siðareglur, berjast gegn misnotkun lyfja, hagræðingu úrslita í
íþróttum og stuðla að því að ekki viðgangist ógnandi hegðun innan vébanda
kraftlyftingaíþróttarinnar.
k. að vinna að öðrum þeim málum sem varða kraftlyftingar og framþróun þeirra á Íslandi

KRAFT starfar sjálfstætt og er hlutlaust hvað varðar stjórnmál og trúarbrögð. KRAFT skal
gæta jafnréttis og jafnræðis, og skulu allir vera jafnir fyrir lögum, reglugerðum og
ákvörðunum KRAFT og nefnda á vegum sambandsins. Aðilar skulu njóta fullra réttinda án
tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar,
efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
—————————————————————————————–
KRAFT er sérsamband innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
KRAFT á aðild að NPF (Kraftlyftingasamband Norðurlanda), EPF (Kraftlyftingasamband Evrópu) og IPF (Alþjóða Kraftlyftingasambandið)