Skip to content

Sigfús tók 4.sætið

  • by

Sigfús Fossdal frá Kraftlyftingafélagi Vikingi á Ísafirði keppti á sínu fyrsta opna heimsmeistaramóti í kraftlyftingum í dag og lenti í 4.sæti.
Sigfús bætti sig í öllum greinum nema réttstöðu og lyfti seríuna 360 – 330 – 310 = 1000 kg.

Á bekknum lenti Sigfús í miklu basli en tóks af hörku að merja út tvö hvít ljós í síðustu tilraun. Þegar tveir af helstu keppinautunum féllu úr, skaust Sigfús með því óvænt upp í 4.sætið og hélt því til leiksloka.
Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sig í efstu sætin í flokknum. Fredrik Svensson fékk bronsið, og Kenneth Sandvík langþráð og verðskuldað silfur.
Hinn 24 ára gamli norðmaður Carl Yngvar Christensen heldur áfram að bæta sig og sigraði á nýju heimsmeti samanlag 1230 kg. Hann setti líka heimsmet í hnébeygju með 490 kg og varð stigahæstur allra á mótinu.

4.sæti á HM er ekki eitthvað sem menn ná á hverjum degi. Við óskum Sigfús innilega til hamingju með góðan árangur og nýtt íslandsmet í bekkpressu.

Heildarúrslit: http://goodlift.info/scoresheets/detailed_scoresheet_m.htm